Vissir þú að allt sem við gerum, hugsum, finnum eða afrekum er 95 % niðurstaða af því sem við erum búin að venja okkur á?
Hvort sem það sé að bursta tennurnar, borða morgunmat, fara snemma sofa eða þess háttar þá sköpum við sjálf okkar venjur. Við erum öll með bæði slæmar og góðar venjur.
En sem betur fer getum við tekið ákvörðun um að breyta slæmri venju í góða venju. Með því að gefa sér tíma til þess að bæta venjur sínar þá getur það bætt líf okkar til frambúðar.
En hvað eru venjur?
Venjur er allir þessu litlu hlutir og ákvarðanir sem við gerum daglega, þeir hafa áhrif síðan áhrif á okkur til langtíma. Þess vegna er svo mikilvægt að þegar maður hefur nýja vegferð að muna að framkvæma allar þessar ákvarðanir í litlum skrefum því það skilar okkur meiri árangri til langtíma.
Það kannast margir við að ætla sér að breyta öll í einu t.d áramótaheitinn þá ætlar fólk oft á tíðum að sigra heiminn á einum mánuði. Það verður oft til þess að við gefumst upp því það tekur heilmikla orku að ætla breyta einni venjum og hvað þá öllum! Við þurfum flest að sinna okkar daglegum verkefnum jafnt framt því að vera breyta um venjur. Hinn gullni meðalvegur er eitthvað sem ég kýs að tileinka mér og mæli með að þú gerir það líka.
Rannsóknir sýna að: Svarthvít hugsun, boð eða bönn er ekki líklegt til langtíma árangurs það tekur tíma að búa til nýjar venjur.
Hvað er þá til ráða?
1. Byrja einfalt og fagna öllum sigrum sem við náum
2. Stöðugleikinn er það sem skilar okkur árangri til lengri tíma
3. Tengja breytingu á venju við aðra góða venju
Sem dæmi: Þér langar til þess að auka vatnsdrykkju þína, þá gætir þú einsetið þér það að fá þér vatnsglas fyrir hverja máltíð eða drykk og vera með vatnsflösku ávallt á þér.
Það er talið að það taki almennt um 6 vikur að breyta hegðun og það er mjög mikilvægt að gefa sér þann tíma og svigrúm! Mundu að róm var ekki byggð á einni nóttu.
Ég minni líka á það að það er allt í lagi að mistakast eða hrasa en það er mikilvægt að standa aftur upp og gefast ekki upp! Ég vil skora á þig kæri lesandi að skapa þér eina nýja góða venju næstu vikurnar. Það getur verið hjálplegt:
1. Að segja einhverjum frá því hvaða venju þú ætlar að breyta
2. Hafa hana sýnilega t.d með því að hengja upp á ísskáp
3. Merkja við þegar þú hefur framkvæmt hana
Hvatningarkveðja,
Berta
Comentarios