Um Bertu
Ráðgjafi, markþjálfi & þjálfari
Berta hefur mikla ástríðu fyrir því að sjá fólk vaxa og dafna í lífinu. Hún hefur lært mikilvægi þess í gegnum hennar eigin persónulega lífsreynslu. Eins og flestir, þá hefur hún tekist á við hindranir í lífinu og lært að lifa með þeim.
​
Berta nýtir styrkleika sína, jákvæðni, seiglu, hugrekki og sjálfsvitund til að hvetja fólk til að finna sína innri krafta og hvatningu.
​
Berta samtvinnar jákvæða sálfræði og markþjálfun á faglegan hátt til þess að hjálpa einstaklingum á að takast á við mótlæti, streitu, blómstra í lífinu og ná þeim árangri sem þeir hafa sett sér fyrir hendur.
"Ég hef stundað líkamsrækt og verið í markþjálfun hjá Bertu. Hún a mjög gott með að láta manni finnast að maður skipti máli og fylgir manni einstaklega vel eftir. Hún er hvetjandi, hress og hefur kennt mér að setja mér raunhæf markmið sem ég hef getað fylgt eftir. Gefið mér áskoranir sem mig langar að vinna og sigrast á. Þannig að í dag er hreyfing orðin hluti af minni daglegu lífi sem áður hefur reynst mér erfitt."
- Kona á þrítugsaldri
"Berta var ótrúlega umhyggjusöm og áhugasöm um að styðja mig í tímanum okkar saman. Hún hafði góð tól, hjálpaði mér að setja niður plan og gaf mér hvatningu til fylgja því eftir. Flottur markþjálfi hér á ferð"
- Kona á þrítugsaldri
"Ég var í markþjálfun hjá Bertu vorið 2020. Berta hjálpaði mér að setja mér skýr markmið og ákveða hvert ég vil stefna bæði í starfi og einkalífi. Í tímunum hjálpaði hún mér að greina styrkleika mína og finna út úr því hvernig ég nýti þá best til að ná markmiðum mínum. Markþjálfunin hefur hjálpað mér yfir lengri tíma að finna hver óskastaðan mín (desired state) er og hvernig ég kemst þangað. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt að fara í þetta ferðalag með Bertu til að kynnast sjálfri mér betur."
- Kona á þrítugsaldri
Tökum skrefið saman
í átt að velgengni
Sendu mér fyrirspurn og við finnum tíma fyrir þig til að taka næsta skref.
Mögulegir valkostir:
Kynningartími - 30 mín.
Hvatningarþjálfun - 1 Stakur tími
Hvatningarþjálfun - 3 Stakir tímar
Styrkleikaþjálfun - 3 Stakir tímar
Ef enginn valkostur er tilgreindur í skilaboðum, þá vinsamlegast gefðu mér stutta lýsingu á fyrirspurn þinni undir skilaboð.
​
​
​
Takk fyrir að leita til mín og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.